STORM er nýleg netverslun sem opnaði fyrst þann 6.mars 2020. Markmið STORM er að vera svokölluð one-stop-shop fyrir herra þegar kemur að umhirðu húðar, hárs og líkama almennt. Okkar markmið er að bjóða einstakt úrval af hágæða húð- og hárvörum og tengdum hlutum fyrir nútíma herrann. Við veljum vandlega hvaða vörur og vörumerki við tökum inn og pössum að velja vörumerki sem hafa ekki sést áður hér á landi, en hafa náð frábærum árangri erlendis. Vörumerkin okkar eiga flest sameiginlegt að vera nútímaleg, áhersla lögð á náttúruleg innihaldsefni, sjálfbærni og ekki prófað á dýrum, svo eitthvað sé nefnt. Árið 2020 vorum við bara með tvö vörumerki en planið er að bæta verulega í um vorið 2021, og í lok árs stefnum við á að vera með 5-10 vörumerki í heildina! Endilega skráðu þig á póstlistann og/eða fylgstu með á samfélagsmiðlum til að vera með þeim fyrstu til að sjá hvaða vörur koma næst.

 

Vörumerkin okkar

SUPPLY

Supply er frumkvöðlafyrirtæki frá Fort Worth, Texas sem var stofnað árið 2015 af hjónunum Patrick og Jennifer og framleiðir hágæða einblöðungsrakvélar, rakvörur og aðra tengda aukahluti. Single Edge rakvélin þeirra byrjaði á Kickstarter og er mest fjármagnaða rakvélaverkefnið í sögu Kickstarter. Það hafa samtals safnast yfir $300.000, sem samsvara um 40.000.000kr. Vinsældir Supply jukust verulega eftir að stofnendur fyrirtækisins komu fram í vinsælu þáttunum Shark Tank í Bandaríkjunum. Þar kynntu þau rakvélina fyrir hópi af fjárfestum og lagði einn fjárfestirinn $300.000 í fyrirtækið í staðinn fyrir 15% hlut. Fyrir utan þetta hefur Single Edge rakvélin verið kynnt m.a. af Business Insider og Men’s Journal, svo eitthvað sé nefnt.

 

SOLID STATE©

Solid State© er fyrirtæki frá Ástralíu, stofnað árið 2015, sem sérhæfir sig í því sem nafnið gefur til kynna, vörum í föstu formi. Ilmvötn, húð- og hárvörur fyrir herra. Vörurnar eru einstaklega handhægar og þægilegar, sérstaklega þegar kemur að ferðalögum. Til dæmis er hægt að ferðast með þær í handfarangri þegar farið er í flug, ólíkt sambærilegum vörum í vökvaformi. Einnig er hægt að taka ilmvötnin hvert sem er og geyma í vasanum eða töskunni. Vörurnar eru allar búnar til í Ástralíu og eru ekki prófaðar á dýrum.