BETRI RAKSTUR

Single Edge rakvélin er einblöðungsrakvél, sem þýðir að hún rakar hárin meðfram húðinni og kemur í veg fyrir skurði, bólur og ertingu. Annað en hefðbundnu fjölblaða rakvélarnar sem raka undir húðina.

 

MEIRI SPARNAÐUR, MINNI SÓUN

Við viðurkennum alveg að mesti kostnaðurinn er í upphafi, þegar þú kaupir rakvélina fyrst, en sparnaðurinn er heilmikill til lengri tíma litið. Þú þarft einungis að kaupa nýjan pakka af rakblöðum fjórum sinnum á ári. Pakki með 8 rakblöðum endist í um þrjá mánuði og kostar aðeins 890kr, en það gerir 3.560kr á ári. Þú ert bæði að spara gríðarlega mikið með því að velja Single Edge rakvélina og þú sóar einnig mun minna heldur en ef þú kaupir einnota rakvélar úti í búð.

 

HVERS VEGNA AÐ FARA ÚT Í BÚÐ ÞEGAR ÞÚ GETUR KEYPT RAKVÉLINA OG RAKBLÖÐIN Á NETINU?

Hvers vegna að standa í röð við búðarkassann fyrir rakvél og rakblöð, þegar þú getur fengið Single Edge rakvélina, og rakblöðin, send heim að dyrum?*

 

Ef þetta voru ekki nógu sannfærandi ástæður fyrir því af hverju þú ættir að skipta, þá geturðu prófað rakvélina sjálf/ur og skilað innan við 100 daga frá kaupum ef þér líkar hún ekki.

Við lofum þér besta rakstri lífs þíns!

 

ÁBYRGÐ

Vörur Supply eru aðeins búnar til úr bestu mögulegu efnum sem fyrir finnast. Þess vegna koma allar vörurnar þeirra með 100 ára ábyrgð gegn galla í efninu sjálfu eða frágangi.

Ábyrgðin gildir um efni og framleiðslu vöru undir ábyrgri notkun. Ef vörurnar sýna fram á vanrækslu eða skemmdir af einhverju tagi, er það talin misnotkun og ógildir ábyrgðina. Ef varan sem þú keyptir er ekki að gera sitt gagn geturðu sent okkur tölvupóst á hallo@norrstore.is og munum við finna lausn á vandamálinu.

Ábyrgð Supply fellur úr gildi ef Single Edge rakvélin hefur skemmst vegna óviðeigandi notkunar og aðferða um notkun rakvélarinnar sem kemur fram í ýmsum leiðbeiningum og myndböndum á netinu. Sérstaklega þegar þú kemur fyrir nýju rakblaði í rakvélina, þá á að vera annað blað í rakvélinni sem á að koma út úr hinni hliðinni - sem kemur í veg fyrir að yfirborð rakvélarinnar skemmist.

 

*Sending heim að dyrum gildir einungis innan höfuðborgarsvæðisins. Sendingar á landsbyggðina verða sendar og afhentar á næstu Flytjandastöð.