Single Edge rakvélin er ein öruggasta, svokallaða, öryggisrakvél (e. safety razor) sem þú getur fengið í dag! Hins vegar eru nokkur atriði sem hafa ber í huga áður en hafist er handa.

Leiðbeiningar eru ekki alltaf skemmtilegar, en til að fá það besta úr rakstrinum með Single Edge rakvélinni er nauðsynlegt að taka nokkrar mínútur í að fara yfir eftirfarandi atriði áður en þú byrjar.

Ef þig vantar aðstoð eða ert með spurningar, ekki hika við að hafa samband!

 

Atriði #1: Ekki þrýsta á rakvélina

Beint úr kassanum, þá muntu taka eftir því að það er núþegar rakblað í rakvélinni. Það blað ætti að endast þér í 5-7 skipti. Þegar rakblaðið fer að þreytast á húðinni, draga eða plokka hárin í staðinn fyrir að skera þau, er kominn tími á nýtt blað.

Single Edge rakvélin notar mjög beitt blað sem nær að raka þykkustu skeggin. Það er ekki nauðsynlegt að þrýsta á rakvélina þegar þú notar hana. Hugsaðu um að þú sért að sópa eða sneiða hárin af andlitinu ⏤ leyfðu þyngd rakvélarinnar að vinna verkið fyrir þig!

Að vinna með réttan halla er mjög mikilvægt fyrir nálægan, þægilegan rakstur með Single Edge rakvélinni. Tilvalinn halli er um 10-15 gráður snúið frá húðinni. Þú gætir viljað prófa þig áfram fyrstu skiptin til að finna hvað hentar þér best. Þegar þú hefur gert það skaltu vera viss um að halda sama halla í kringum útlínur andlitsins. Það gæti tekið nokkra rakstra til að þjálfa vöðvaminnið þitt en áður en þú veist af verður þú kominn með tökin á þessu!

Hér fyrir neðan er örstutt myndband (á ensku) þar sem eigandi Supply sýnir hvernig þú færð það besta úr rakstrinum:

Ef þú ert að glíma við ertingu eða skurði þegar þú notar rakvélina, eru miklar líkur á því að þú sért að beita of miklum þrýstingi á rakvélina. Og ef þú ert ekki að ná fram eins nálægum rakstri og þú vilt, mun það einungis gera hlutina verri með því að ýta á rakvélina. Gakktu úr skugga um að þú sért að halda rakvélinni rétt við húðina áður en þú skiptir yfir í Ultra Close rakstillinguna sem fylgir með rakvélinni, en þá viltu helst vera orðinn öruggur með aðferðina þína.

 

Atriði #2: Undirbúðu húðina þína

Það sem þú gerir til að undirbúa húðina fyrir raksturinn getur skipt miklu máli hvað varðar gæði hans. Jafnvel þó að þú sért ekki með viðkvæma húð fyrir, að þá tekur rakstur þó nokkurn toll á húð allra. Þess vegna er til dæmis mikilvægt að hafa til taks gott eftir rakstur sprey eða krem, og einnig gera, og nota það besta til að gera húðina og hárin tilbúin.

Heitt vatn er þinn besti vinur á meðan þú rakar þig. Það er best að fara í heita sturtu, þvo andlitið eða jafnvel bara nota heitt, rakt handklæði til að mýkja hárin sem þú ætlar að raka. Andlitssápan frá Supply (ekki í boði eins og er á Íslandi) er frábær til að hreinsa svitaholurnar þínar og gefa þeim raka á meðan þú mýkir hárin fyrir raksturinn. Að nota rakbursta gerir einnig kraftaverk þegar á að undirbúa húðina fyrir rakstur, hann tekur upp hárin og opnar svitaholurnar.

Hér fyrir neðan er örstutt myndband (á ensku) þar sem eigandi Supply sýnir hvernig hægt er að ná fram þykku lagi af raksápu með Ultra Lather raksápunni og rakburstanum frá Supply:

Við mælum með því að raka ekki án þykks lags af raksápu til að vernda húðina þína. Að nota rakvélina beint á bera húð gæti valdið ertingu þar sem rakblaðið er mjög beitt.

Atriði #3: Kortleggðu hárvöxtinn

Að kortleggja átt hárvaxtarins getur verið góð byrjun ef þú ert nýr í svokölluðum blautrakstri, eða rakstri með sköfu. Það getur hjálpað þér að vita hvar á að byrja. Það eru í raun tvær megin leiðir þegar kemur að rakstri: með hárvextinum (nálægur, áreynslulaus rakstur) eða á móti hárvextinum (ofur nálægur rakstur, tekur aðeins meira á húðina).

Hér fyrir neðan er örstutt myndband (á ensku) fyrir nánari upplýsingar:

 

Atriði #4: Prófaðu þig áfram

Aftur komum við að þessu, prófaðu þig áfram. Að prófa mismunandi halla, rakstillingar, að setja saman og velja mismunandi aðferðir mun að lokum hjálpa þér að finna hinn fullkomna rakstur sem þú hefur verið að leita að.

Hér fyrir neðan er örstutt myndband (á ensku) þar sem eigandi Supply útskýrir mikilvægi þess að prófa sig áfram: