Tooletries

The James | Snyrtivöruhaldari

2.690 kr

Hin fullkomna snyrtivörugeymsla. James hefur að geyma nóg rými fyrir allar þínar helstu snyrtivörur, svosem rakvélina, andlitshreinsinn, greiðuna, tannkremið, tannburstann og svolítið meira. Það má einnig finna hentugt skilrúm þar sem þú getur haldið uppáhalds hlutunum þínum aðskildum frá restinni. Þessi vara mun svo sannarlega breyta lífi þínu.

Hreinsaðu og þurrkaðu flötinn og gættu þess að engin hreinsiefni né raki sé á yfirborðinu. Flettu filmunni af bakhliðinni og festu á flötinn. Strjúktu yfir allar hliðar til að slétta út allar mögulegar loftbólur. Mælt er með því að bíða í 12 klukkustundir fyrir notkun til að varan nái að festa sig almennilega.

Hentug yfirborð:

Gler, speglar, glansandi flísar, glansandi marmari, glansandi trefjagler, glansandi málmar.

Óhentug yfirborð:

Viður, óglerjaðar flísar, steypa, trefja- og gifsplötur, ójafnar flísar, mósaíkflísar.

21,5cm x 14cm x 5cm ⏤ heldur 2,5kg.

Þér gæti einnig líkað

Síðast skoðað