Tooletries

The George | Tannburstahaldari

890 kr
Ekkert segir 'stíll' jafnmikið og flott bros. Og það er enginn betri staður til að viðhalda þeim stíl en á jafn stílhreinu baðherbergi. Tryggðu tannvopnabúrið þitt á myndarlegan hátt með George tannburstahaldaranum frá Tooletries. Með sérhannaðri sílíkon-grips tækni festist hann við gler, flísar og spegla. Sveigjanlegir uggar gera tannburstum af öllum stærðum og gerðum kleift að passa.

Hreinsaðu og þurrkaðu flötinn og gættu þess að engin hreinsiefni né raki sé á yfirborðinu. Flettu filmunni af bakhliðinni og festu á flötinn. Strjúktu yfir allar hliðar til að slétta út allar mögulegar loftbólur. Mælt er með því að bíða í 12 klukkustundir fyrir notkun til að varan nái að festa sig almennilega.

Hentug yfirborð:

Gler, speglar, glansandi flísar, glansandi marmari, glansandi trefjagler, glansandi málmar.

Óhentug yfirborð:

Viður, óglerjaðar flísar, steypa, trefja- og gifsplötur, ójafnar flísar, mósaíkflísar.

7cm x 7cm

Þér gæti einnig líkað

Síðast skoðað