Supply á Íslandi verður að NORR netverslun

Það eru einungis nokkrir mánuðir síðan að opnað var fyrir sölu á vörunum frá bandaríska fyrirtækinu Supply hér á Íslandi, undir nafninu Supply á Íslandi. Hingað til hefur gengið þó nokkuð vel og nokkrar vörur fóru reyndar fram úr áætlun hvað varðar sölu. Ég er mjög þakklátur og ánægður með viðtökurnar! Hins vegar er strax komið að „smá" endurskipulagningu. Það hefur alltaf verið hluti af planinu að bjóða upp á fleiri vörumerki en bara Supply, en spurningin var bara hvenær. Supply á Íslandi hefur nú verið breytt í NORR netverslun. Undir því nafni verða áfram vörurnar frá Supply, en einnig vörur frá nokkrum nýjum vörumerkjum sem verða vonandi kynnt á þessu ári. Mér fannst það koma best út að hafa öll vörumerkin undir sama nafni, á sama stað.

Þessar breytingar ættu ekki að hafa nein áhrif á viðskiptavini. Afhendingarvalmöguleikar haldast óbreyttir, sem og 100 daga skilafrestur og 100 ára ábyrgð á vörum frá Supply. Almennur 14 daga skilafrestur (og ábyrgð ef á við) gildir fyrir aðrar vörur.

  

Með fyrirfram þökk,

Snorri Þór

Eigandi Norr ehf. | NORR netverslun

Skrifa ummæli

All comments are moderated before being published