Við erum 1 árs 🎈

Þetta byrjaði allt 6.mars árið 2020, sem Supply á Íslandi, sem síðar var breytt í NORR netverslun og svo aftur í núverandi nafn, STORM netverslun. Þetta ár hefur klárlega farið fram úr vonum, bæði hvað varðar sölu, viðbrögð og reyndar líka hvað varðar vörur. Þetta átti upphaflega bara að vera verslun í kringum vörurnar frá Supply, en síðan höfum við reglulega verið að skoða ný og spennandi vörumerki til að bæta við, þó að það hafi gerst frekar hægt. Við höfum hingað til bara verið með tvö vörumerki en planið er að bæta all verulega í núna á næstu mánuðum og stefnum við á að vera með á bilinu 5-10 vörumerki í lok árs 2021. Við hugsum þó ávallt um gæði umfram magn og veljum vandlega þær vörur sem við tökum inn.

TAKK kæru viðskiptavinir og hinir! Hlökkum til komandi tíma og að halda áfram að byggja þetta upp, hægt og rólega en örugglega. Markmið STORM er að vera svokölluð one-stop-shop fyrir nútíma herrann hvað varðar umhirðu húðar, hárs og líkama almennt 👏🏼

Skrifa ummæli

All comments are moderated before being published